miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nils og Moli komnir á toppinn

9. ágúst 2013 kl. 10:14

Nils kampakátur á Mola frá Skriðu

Karen hlaut 6,80 í einkunn

Betur tókst hjá þeim Nils Christian Larsen og Mola frá Skriðu í þetta skiptið. Allar skeifur toldu undir. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Nils lauk sýningu sinni en Moli er mikið fótaburðardýr sem á auðvelt með að heilla áhorfendur með sér. Þeir félagar náðu einnig að heilla dómarana upp úr skónum en þeir hlutu 8,30 í einkunn og efsta sætið !

Karen Líndal Marteinsdóttir og Týr frá Efri-Þverá II hlutu 6,80 í einkunn fyrir sína sýningu. Það dugar þeim því miður ekki í úrslit