miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nils-Christian Larsen kominn með enn einn gæðingin

22. september 2013 kl. 17:06

Isabelle Felsum og Viktor frá Diisa á heimsmeistaramótinu í Berlín

Stefnan sett á HM2015

Í samvinnu við Gestut Sunnanholt hefur Nils-Christian Larsen keypt Viktor fra Diisa. Viktor frá Diisa er hátt dæmdur stóðhestur en þegar hann var fjögra vetra setti hann danskt met sem hæst dæmdi fjögra vetra stóðhesturinn en hann hlaut 8.27 í sköpulag og hæfileika. Fimm vetra sigraði hann fimm vetra flokk stóðhesta á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem hann hlaut 8.48 fyrir byggingu og 8.73 fyrir hæfileika. Viktor er undan Garra frá Reykjavík og Svönu frá Neðri-Ási en hún hefur gefið tvo hátt dæmda stóðhesta.

Hin danska Isabelle Felsum hefur verið knapi á Viktori síðast liðin ár en þau hafa gert það mjög gott saman. Á heimsmeistaramótinu í Berlín enduðu þau í fjórða sæti í fjórgangi, í því sjötta í tölti og voru þriðju í samanlögðum fjórgangsgreinum. 

Nils Christian Larsen mun vera nýji þjálfari Viktors og stefna þeir félagara á Norðuarlandamótið í Herning 2014  og á Heimsmeistaramótið í Herning 2015.