mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nils-Christian með nýjan vekring

30. apríl 2014 kl. 15:57

Dynfari frá Steinnesi og Tryggvi Björnsson á góðri stund. Mynd/Feykir

Gæðingur á erlenda grund.

Norski afreksknapinn Nils-Christian Larsen bætir enn einum gæðingnum í hesthúsið sitt. Nýlega fékk hann í þjálfun stóðhestinn Dynfari frá Steinnesi.

Dynfari er 8 vetra fyrstu verðlauna vekringur undan Blæ frá Torfunesi og Drífu frá Steinnesi. Tryggvi Björnsson sýndi hann í sinn hæsta dóm árið 2011, þá fékk hann 8,14 í aðaleinkunn þar af einkunnina 9 fyrir skeið. Tryggvi og Artemisia Bertus hafa bæði keppt á Dynfara í skeiðgreinum með ágætisárangri. Dynfari fór til Noregs fyrr í apríl, skv. upplýsingum frá Bændasamtökunum.

Eigandi Dynfara er Gestut Sunnaholt í Þýskalandi, sem á meðal annars Narra frá Vestri-Leirárgörðum, Óskar frá Blesastöðum 1A og Viktor frá Diisa en þeir tveir síðast nefndu eru einnig í þjálfun hjá Nils-Christian. Ekki ónýtur hestakosturinn þar á bæ!