fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nígeríumenn á Íslandi

odinn@eidfaxi.is
30. nóvember 2013 kl. 10:58

Nígeríumenn

Stikkorð

Eiðfaxi

Tengt efni

Þjálfað í þúfum

Helmingsmunur var á verðinu þar sem hann var dýrastur og þar sem hann var ódýrastur.

Í nýasta Eiðfaxa er fyrirsögn leiðarans Nígeríumenn á Íslandi. Þar segir meðal annars:

Vegna þess hve mikið hesteigendum og kaupendum hrossa finnst milliliðir taka til sín hefur bein sala á netinu aukist mikið. Erlendir kaupendur skoða margir talsverðan fjölda hrossa á netinu áður en komið er til landsins og eru því vel að sér hvað hægt er að kaupa og á hvaða verðum. Í samtölum við erlenda kaupmenn furða þeir sig á því hve misjöfn hross þeim er boðin á svipuðu verði og fyrir þeim fer verð oft frekar eftir því hver býður þau frekar en eftir gæðum þeirra. Nýlegt dæmi er til þar sem sami hesturinn var boðin kaupanda af þremur milliliðum og helmingsmunur var á verðinu þar sem hann var dýrastur og þar sem hann var ódýrastur. Þetta hlýtur að vera til þess fallið að fæla kaupendur frá og rétt væri að koma böndum á þennan markað áður en við fáum á okkur nokkurs konar Nígeríustimpil.

Þessa grein og mun meira af skemmtilegu efni má nálgast í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is