mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Margir hestar afskráðir

21. febrúar 2014 kl. 10:18

Niðurstöður morgunsins.

Forkeppnir á heimsbikarmótinu innanhús, World toelt, fara nú fram í Óðinsvéum. Einkunnir og niðurstöður má nálgast hér, en síðari hluti fjórgangs heldur áfram eftir augnablik.

Athygli vekur afskráningar í fjórgangi.

Margir voru orðnir spenntir að sjá Jóhann Skúlason á Mídasi frá Kaldbak en þeir eru afskráðir. Hann mætir hins vegar með Hrynjandadótturina Snugg fra Grundet hus.

Þá hefur Vignir Jónasson verið afskráður á tveimur hestum, Braga frá Kópavogi og Ivan frá Hammerby.

Jakob Svavar Sigurðsson hefur afkskráð Asa frá Lundum II úr fjórgangskeppninni en ætlar að spreyta sig á honum í stóðhestakeppninni síðar á mótinu.

Þá hefur Muni frá Kvistum fengið frí að þessu sinni en Anne Stine Haugen mætti á nýjum hesti, Kristal frá Jarðbrú, og er sem stendur í 3. sæti.