miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Niðurstöður frá töltmóti

19. apríl 2014 kl. 11:00

Hestamannafélögin Smári, Logi og Trausti

Hestamannafélögin Logi, Smári og Trausti

Apríl mánuður hefur verið annasamur  í reiðhöllinni á Flúðum en aðstaðan þar hefur vel þaulnýtt til þjálfunar, samkomu og mótahalds. Kvöldið fyrir skírdag fór fram sameiginlegt töltmót Loga, Smára og Trausta.  Mótið hefur lengi verið á mótaskrá félaganna í Uppsveitunum en síðustu tvö ár fallið niður.  Það var því mjög jákvætt að sjá hve margir skráðu sig til leiks og voru tæplega fimmtíu skráningar í þá flokka sem boðið var uppá.  Keppt var í barna, unglinga, ungmenna og minna vönum og meira vönum fullorðins.  Einhverjir knapar prufuðu hesta sína fyrir lokakvöld Uppsveitadeildarinnar sem fram fer 25.apríl meðan aðrir fengu almenna dóma á hesta sína. Ágæt mæting og góð stemning var meðal áhorfenda sem gátu keypt veitingar hjá Hollvinum reiðhallarinnar sem leggja sitt af mörkum við rekstur reiðhallarinnar.

Í barnaflokki voru átta knapar skráðir til leiks og sigraði Rósa Kristín Jóhannesdóttir (Logi) frá Brekku á Frigg frá Hamraendum með 6.17 fyrir fallega sýningu.  Sölvi Freyr Freydísarson (Logi) var annar eftir forkeppni á Máv frá Stóra Vatnsskarði en Þorvaldur Logi Einarsson (Smári) á Brúði frá Syðra-Skörðugili skaust upp fyrir hann í úrslitum og náði öðru sæti. Unnur Kjartansdóttir (Logi) og Einar Ágúst Ingvarsson (Smári) áttu einnig góð tilþrif í úrslitum og fékk Einar Ágúst  4 sæti og Unnur 5.sæti.

Í unglingakeppni voru sjö keppendur skráðir og breyttust efstu þrjú sæti eftir forkeppni ekki í úrslitum.  Hrafnhildur Magnúsdóttir (Smári) og glæsihryssan Eyvör frá Blesastöðum sýndu flott tilþrif og voru örugg í fyrsta sæti með 6.61 en í öðru sæti var Karitas Ármann (Logi) á Glóð frá Sperðli og Eva María Larsen á Prins frá Fellskoti. 

Í ungmennaflokki birtist stór og öflugur hópur ungmenna sem standa fullorðnum og vanari keppendum ekki langt að baki.  Mörg þeirra taka meðal annars þátt í Uppsveitadeildinni og á öðrum félagsmótum. Fjórtán keppendur voru skráðir og sýndu bræðurnir frá Brekku Jón Óskar og Finnur Jóhannessynir (Logi) frábær tilþrif og stóðu efstir eftir forkeppni. Jón Óskar fór með tvo hesta í úrslit, Eld frá Gljúfri (6.47) og Óðinn frá Áskoti og valdi Eld frá Gljúfri í úrslit. Í úrslitum urðu þeir bræður efstir með sömu einkunn (6.17) og var varpað hlutkesti hvor þeirra fengi fyrsta sæti.  Það kom í hlut Finns sem var á hestinum Kerti frá Torfastöðum. Í þriðja sæti var Guðjón Hrafn Sigurðsson á NN frá Syðri Hofdölum með einkunnina 5.33.  Björgvin Ólafsson (Smári) frá Hrepphólum var öflugur í ungmennaflokki og var með hesta í fjórða, sjötta og ellefta sæti eftir forkeppnina og hélt fjórða sæti í úrslitum á Spegli frá Hrepphólum.  Bryndís Heiða Guðmundsdóttir varð í fimmta sæti á Þyt frá Kirkjuferju.

Í öðrum flokki fullorðinna voru fimm keppendur skráðir til leiks og sigraði Sigurður Halldórsson á Lukku frá Bjarnastöðum forkeppnina og úrslitin.  Í öðru sæti varð Hannes Gestsson á Garpi frá Kálfhóli og í þriðja Sigurður Haukur Jónsson á Hugni frá Skollagróf. 

Helstu atvinnumenn og vönustu knapar Uppsveitanna kepptu í fyrsta flokki fullorðinna.  Falleg tilþrif og glæstir gæðingar sáust í brautinni.  Eftir forkeppni stóð Líney Kristinsdóttir (Logi) á Rúbín frá Fellskoti efst með 6.43 og hækkaði hún í úrslitum í 6.61 og sigraði.  Sólon Morthens (Logi) var í öðru sæti eftir forkeppnina á glæsilegum stóðhesti Káti frá Efstadal II með einkunnina 6.17. Guðjón Sigurðsson skaust upp fyrir hann í úrslitum með góðri sýningu og náði öðru sæti með 6.50 í einkunn en Sólon varð þriðji með 6.17.  Ragnheiður Bjarnadóttir á Eldingu frá Laugarvatni og Sigfús Guðmundsson á Vonarneista frá Vestra Geldingarholti voru jöfn í fjórða og fimmta sæti og vörpuðu hlutkesti og kom fjórða sætið í hlut Sigfúsar.

Úrslit börn
Sæti    Keppandi    Heildareinkunn  

1    Rósa Kristín Jóhannesdóttir / Frigg frá Hamraendum 6,17   
2    Þorvaldur Logi Einarsson / Brúður frá Syðra-Skörðugili 5,42   
3    Sölvi Freyr Freydísarson / Mávur frá Stóra-Vatnsskarði 5,25   
4    Einar Ágúst Ingvarsson / Punktur frá Fjalli 2 3,83   
5    Unnur Kjartansdóttir / Bliki frá Efri-Brúnavöllum I 3,58     

Úrslit 1.flokkur
Sæti    Keppandi    Heildareinkunn  
1    Líney Kristinsdóttir / Rúbín frá Fellskoti 6,61   
2    Guðjón Sigurðsson / Þyrnirós frá Reykjavík 6,50   
3    Sólon Morthens / Kátur frá Efsta-Dal II 6,17   
41734    Sigfús Guðmundsson / Vonarneisti frá Vestra-Geldingaholti 5,83   
41734    Ragnheiður Bjarnadóttir / Elding frá Laugarvatni 5,83     

Úrslit unglingar
Sæti    Keppandi    Heildareinkunn  
1    Hrafnhildur Magnúsdóttir / Eyvör frá Blesastöðum frá Blesastöðum 6,61   
2    Karitas Ármann / Glóð frá Sperðli 4,94   
3    Eva María Larsen / Prins frá Fellskoti 4,72   
41734    Elín Helga Jónsdóttir / Óður frá Ytri-Sólheimum II 3,89   
41734    Helgi Valdimar Sigurðsson / Fylkir frá Skollagróf 3,89     

Úrslit ungmenni
Sæti    Keppandi    Heildareinkunn  
41641    Finnur Jóhannesson / Körtur frá Torfastöðum 6,17   
41641    Jón Óskar Jóhannesson / Eldur frá Gljúfri 6,17   
3    Guðjón Hrafn Sigurðsson / Nn frá Syðri-Hofdölum 5,33   
4    Björgvin Ólafsson / Spegill frá Hrepphólum 5,17   
5    Bryndís Heiða Guðmundsd. / Þytur frá Kirkjuferju 4,61