þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Netpartatölt og úrtaka á Selfossi

5. júní 2014 kl. 09:30

Hestamannafélagið Sleipnir

Dagskrá

Netpartatölt ásamt opinni gæðingakeppni og úrtöku Sleipnis, Ljúfs og Háfeta hefst með töltkeppni föstudaginn 6 júní næstkomandi. Spáð er bongo blíðu á Selfossi um helgina þannig að ráðlagður klæðnaður verður sandalar og ermalaus bolur.  Keppendur sem ætla að taka þátt í seinni umferð úrtöku á sunnudga eru minntir á að skrá sig innan klukkutíma frá því að fyrri umferð þeirra flokks lýkur á laugardag.

Skráning er góð, mjög margir sterkir hestar og knapar eru skráðir til leiks og vonast mótshaldarar eftir fjölda áhorfenda.  Vallaraðstæður eru hinar ákjósanlegustu þrátt fyrir lítilsháttar rigningar síðustu daga enda rennur yfirborðsvatn fljótt niður í hraunið undir Flóanum.

Mótshaldarar áskilja sér rétt til að gera lítilsháttar breytingar á dagskrá ef þarf en það verður þá birt á heimasíðu Sleipnis og helstu hestamiðlum.

Vonumst til að sjá sem flesta í sólinni á Suðurlandi um helgina.

Gæðinganefnd Sleipnis

Drög að dagskrá

Föstudagur 6. júní            

Netpartatölt

18:00 Forkeppni í tölti  

20:00 B úrslit í tölti

Laugardagur 7 júní

Forkeppni í öllum greinum

08:30 Ungmennaflokkur               

10:00 Unglingaflokkur  

11:00 Barnaflokkur         

12:00 Matarhlé                 

13:00  B flokkur                  

15:30 Hlé             

16:00 A flokkur 

19:30 Hlé             

20:30 A úrslit í Netpartatölti     

 

Sunnudagur

Seinni umferð í öllum greinum.

Upphafstími og aðrar tímasetningar verða birtar á laugardag þegar skráningu í seinni umferð lýkur.

16:00 Úrslit í ungmennaflokki

16:30 Úrslit í unglingaflokki

17:00 Úrslit í barnaflokki

17:30 Úrslit í B flokki

18:00 Úrslit í A flokki