miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nemendur Landbúnaðarháskólans verðlaunaðir

18. apríl 2011 kl. 15:13

Nemendur Landbúnaðarháskólans verðlaunaðir

Skeifudagurinn var haldinn á Hvanneyri síðastliðinn föstudag.

Keppt var um Morgunblaðsskeifuna, Gunnarsbikarinn, Reynisbikarinn, Félag tamningarmanna veitti ásetuverðlaun, Eiðfaxabikarinn sem er veittur fyrir besta árangur í bóklegu námi í hrossarækt  og í annað skipti voru nemendur útskrifaðir úr Reiðmanninum. 

Fram kemur á heimasíðu Landbúnaðarháskólans að margir hafi sótt Hvanneyri heim þennan dag enda mikið um að vera í reiðhöllinni á Mið-Fossum.

Úrslit í Gunnarsbikar voru sem hér segir. 
1. Aníta Lára Ólafsdóttir 
2. Ditte Clausen 
3. Linda Sif Níelsdóttir 
4. Gísli Guðjónsson 
5. Berglind Margo Tryggvason 

Úrslit í Skeifukeppni: 
1. Ditte Clausen - Skeifuhafi 
2. Aníta Lára Ólafsdóttir 
3. Berglind Margo Tryggvason 
4. Gísli Guðjónsson 
5. Ásta Þorsteinsdóttir 

Ásetuverðlaun Félags Tamningamanna: 
Snædís Anna Þórhallsdóttir 

Eiðfaxabikarinn sem er veittur fyrir besta árangur í bóklegu námi í hrossarækt : 
Linda Sif Níelsdóttir