laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nemendur í framhaldsskóla etja kappi

13. mars 2015 kl. 21:11

Úr keppni í Ungmennaflokki á Landsmóti 2014.

Skráningarfrestur á rennur út sunnudagskvöldið 15. mars.

Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum verður haldið 21.mars næstkomandi í reiðhöll Spretts. Hver skóli getur sent frá sér 3 keppendur í hverja keppnisgrein. Ef fleiri en 3 keppendur hafa áhuga á að keppa fyrir hönd skólans í hverri keppnisgrein á mótinu þá er venjan að hafa úrtökumót innan skólans til þess að velja bestu knapa og hesta. Það er ótakmörkuð skráning í skeið og fer hún fram á mótinu sjálfu.

Keppnisgreinar eru eftirfarandi: 

  • -Tölt 
  •  -Fjórgangur 
  • -Fimmgangur 
  • -Skeið 

Það sem þarf að koma fram í skráningu er: 

  • -Nafn knapa, 
  • -Nafn hests, uppruni, aldur og litur 
  • -Keppnisgrein 
  • -Uppá hvora hönd er riðið (vinsti eða hægri) 
  • -Fyrir hönd hvaða skóla keppandi keppir 

Skráningagjald er 2500 kr fyrir hverja grein, sem keppandi greiðir sjálfur en að sjálfsögðu má semja við nemendafélag sitt um að greiða kostnaðinn. 

Skráningar þurfa að berast fyrir miðnætti sunnudaginn 15.mars á e-mailið frhskolanefnd@gmail.com 

Hafi keppandi ekki greitt skráningagjald fyrir 16. mars fær keppandi ekki þáttökurétt á mótinu.

Þetta segir í tilkynningu frá aðstandendum Framhaldsskólamótsins.