fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Naum atkvæðagreiðsla

18. október 2014 kl. 09:33

Ný tillaga um Landsmót 2016 lögð fram í gær.

Hestamannafélögin í Skagafirði lögðu fram nýja tillögu á þingið seint í gær. Samkvæmt henni er stjórninni ætlað að ganga til samninga við Gullhyl um Landsmótið 2016.

Samkvæmt upplýsingum Eiðfaxa mun tillagan hafa verið látin til umræðu inn í alsherjanefnd eftir nauma atkvæðagreiðslu þingsins. Samkvæmt reglum LH getur þingið með 2/3 hluta atkvæða leyft að taka fyrir mál sem komið hafa fram eftir að dagskrá þingsins. Fundarstjóri tilkynnti þó að atkvæði hefðu ekki verið talinn. Alsherjanefndin afgreiddi tillöguna úr nefnd og leggur til atkvæðagreiðslu fyrir allt þingið síðar í dag.