fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nauðsynlegt að vinna saman

18. október 2014 kl. 12:23

Viðar Halldórsson, doktor í félagsfræði, hélt áhugavert erindi á Landsþingi LH.

Rannsóknir á nýliðun strandaði í þátttökuleysi hestamannafélaga.

Viðar Halldórsson, doktors Í félagsfræði, flutti erindi um nýliðun í hestamennsku á Landsþinginu.

Nýliðun er ein forsenda þess og hestamennska vaxi og dafni og í kjölfari Landsþing 2012 fékk stjórn LH Viðar til liðs við sig til að huga að nýliðun og aðstoða hreyfinguna við að finna lausnir á vandanum. Viðar lagðist í rannsóknir sem fólu í sér upplýsingum frá reiðskólum og hestamannafélögum. Rannsóknin strandaði hins vegar á skort á innsendum upplýsingum frá hestamannafélögum þrátt fyrir ítrekanir.

Viðar sagði ýmsar vísbendingar gæfu til kynna að ekki væri allt með feldu innan hestahreyfingarinnar og varpaði fram spurningum um áherslur hennar og spurði hvort lögð áhersla á sameiginlega hagsmuni eða sérhagsmuni.