laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Náttúrulegt jafnvægi

Jens Einarsson
26. júlí 2009 kl. 08:50

Óskar frá Blesastöðum er all óvenjulegur stóðhestur að gerð. Hann hefur einstakt jafnvægi á hægu tölti og stökki frá náttúrunnar hendi. Jafnvægispunkturinn er akkúrat á réttum stað fyrir keppnishest í hestaíþróttum.

Allt frá því að hann hafði náð þokkalegu valdi á tölti 4 vetra. Sem dæmi þá var hægt að ríða Óskari á litlum baug (volta) á hægu stökki eftir fjögra mánaða tamningu.

Þetta er afar verðmætur eiginleiki í ljósi þess að oftast tekur það mörg ár að þjálfa upp slíkt jafnvægi hjá hesti.

Nánar er fjallað um Óskar frá Blesastöðum í mánaðarritinu Hestar og hestamenn sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á vefnum. Hægt að óska eftir lykilorði og áskrift á vefnum.