mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Náttúrubarn á skeiði

9. janúar 2017 kl. 14:36

Stefna Torfunesi

4 vetra hryssur

Alls voru sýndar 99 fjögurra vetra hryssur en það er um átta prósent allra sýndra hrossa. Efsta fjögurra vetra hryssan var Stefna frá Torfunesi, undan Vita frá Kagaðarhóli og Bylgju frá Torfunesi, Baldursdóttur frá Bakka. Í umsögn Þorvalds Kristjánssonar um stefnu segir: „Stefna er afar vel gerð hryssa að mörgu leyti með verðmæta hálsgerð, afar hátt settan háls, rétt lagaðan og aðskilinn frá bógum. Þá er hryssan náttúrubarn á skeiði, fádæma jafnvægisgóð og sniðföst.“ Á eftir Stefnu eru þær jafnar Kráksdóttirin Fjöður frá Þóroddsstöð­ um og Orradóttirin Lukka frá Efsta-Seli. Fjöður hlaut 8,56 fyrir hæfileika sem er jafnframt hæsta hæfileikaeinkunn fjögurra vetra hryssu á árinu. 

Aðaleinkunn       Nafn    Faðir   Móðir

8.46    Stefna Torfunesi       Viti Kagaðarhóli         Bylgja Torfunesi       

8.35    Lukka Efsta-Seli         Orri Þúfu        Lady Neðra-Seli

8.35    Fjöður Þóroddsstöðum         Krákur Blesastöðum 1A       Von Þóroddsstöðum

8.29    Huldumær Syðri-Gegnishólum        Sær Bakkakoti            Álfadís Selfossi

8.28    Eydís Rauðalæk         Blysfari Fremra-Hálsi            Elísa Feti

8.27    Vaka Narfastöðum    Viti Kagaðarhóli         Hekla Hofsstaðaseli

8.24    Spá Steinsholti           Skýr Skálakoti            Þoka Spágilsstöðum

8.22    Hrafnhetta Helgatúni           Álfur Selfossi  Vænting Hruna

8.21    Buna Skrúð    Spuni Vesturkoti       Yrja Skrúð