sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Náttfaramenn sýndu ungviði

30. janúar 2012 kl. 15:23

Náttfaramenn sýndu ungviði

Hrossaræktarfélagið Náttfari hélt folalda- og ungfolasýningu í Melaskjóli, Melgerðismelum, laugardaginn 28. janúar s.l. Þá voru 15 merfolöld, 21 hestfolald, 6 ungfolar fæddir 2010 og 4 ungfolar fæddir 2009 voru skráð til leiks.

„Dómarinn, Eyþór Einarsson, vann sitt verk að kostgæfni og það var gott að finna hve óskoraðs trausts hann nýtur hjá okkur Náttfaramönnum. Í lokin lýsti hann dómum hrossa sem komust í úrslit og greinilegt að þar fór saman, hljóð og mynd,“ segir í tilkynningu frá hrossaræktarfélaginu.

Úrslit voru sem hér segir:

 
Folöld -Hryssur:
 
1. Sprengja frá Árgerði u/Kiljan frá Árgerði og Svölu frá Árgerði.
Ræktandi Magni Kjartansson, eigendur Herdís og Stefán Birgir, Litla-Garði
 
2. Fjöður frá Litla-Garði u/Gígjari frá Auðsholtshjáleigu og Væntingu frá Ási.
Ræktandi Anne Kjeldahl Bak, eigendur Herdís og Stefán Birgir, Litla-Garði.
 
3. Gjóla frá Brúnum u/Kvisti frá Skagaströnd og Björk frá Ytra-Laugalandi
Ræktandi og eigandi Einar Gíslason.
 
4. Auðdís frá Hólakoti u/Tristan frá Árgerði og Rut frá Stóru-Gröf ytri
Ræktandi og eigandi Ester Anna Eiríksdóttir
 
5. Viðja frá Bringu u/Ómi frá Kvistum og Ör frá Bringu.
Ræktendur og eigendur Jóna og Sverrir í Bringu
 
Folöld -Hestar:
 
1. Taktur frá Fellshlíð u/Ómi frá Kvistum og Hylling frá Vallanesi
Ræktendur og eigendur Elín og Ævar í Fellshlíð
 
2. Blossi frá Höskuldsstöðum u/Bláskjá frá Kjarri og Túndru frá Höskuldsstöðum
Ræktandi og eigandi Snæbjörn Sigurðsson
 
3. Boði frá Kálfagerði u/Asa frá Lundum og Hyllingu frá Kálfagerði
Ræktandi og eigandi Ágúst Ásgrímsson
 
4. Burkni frá Bringu u/Kvisti frá Skagaströnd og Spyrnu frá Bringu
Ræktendur og eigendur Jóna og Sverrir í Bringu
 
5. Hegri frá Hrafnagili u/Jarli frá Árgerði og Hreyfingu frá Hrafnagili
Ræktandi og eigandi Jón Elvar Hjörleifsson
 
Ungfolar fæddir 2010
 
1. Dvali frá Hrafnagili u/Auði frá Lundum og Keilu frá Bjarnastaðahlíð
Ræktandi og eigandi Jón Elvar Hjörleifsson
 
2. Gosi frá Bringu u/u/Fjarka frá Breiðholti og Sölku frá Kvíabekk
Ræktendur og eigendur Jóna og Sverrir í Bringu
 
3. Barón frá Hrafnagili u/Blæ frá Hrafnagili og Birtu frá Árgerði
Ræktandi og eigandi Jón Elvar Hjörleifsson
 
Ungfolar fæddir 2009
 
1. Hreinn frá Litla-Dal u/Þokka frá Kýrholti og Rebekku frá Litla-Dal
Ræktendur Kristín og Jónas í Litla-Dal og eigandi Hrossaræktarfélagið Náttfari
 
2. Hringur frá Hrafnagili u/Kjarna frá Þjóðólfshaga og Keilu frá Bjarnastaðahlíð
Ræktandi og eigandi Jón Elvar Hjörleifsson
 
3. Dalmar frá Hólakoti u/Randver frá Sólheimum og Stillingu frá Sölvholti
Ræktandi og eigandi Ester Anna Eiríksdóttir