mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Narri á Suðurlandi

22. júlí 2016 kl. 10:53

Narri frá Vestri-Leirárgörðum og Þórarinn Eymundsson

Narri frá Vestri-Leirárgörðum tekur á móti hryssum á Suðurlandi.

Narri frá Vestri-Leirárgörðum tekur á móti hryssum á Suðurlandi en hann verður í girðingu í Árbæjarhjáleigu. Narri er undan Natan frá Ketilsstöðum (8.40) og Vár frá Vestri-Leirárgörðum (8.17). Narri hefur hlotið í kynbótadómi 8,72 í aðaleinkunn, fyrir hæfileika 8,90 og fyrir sköpulag 8,46. 

Narri hefur náð frábærum árangri á keppnisvellinum en hann hefur hlotið 8,82 í forkeppni í A flokki gæðinga og 7,63 í fimmgangi en það var hæsta einkunn sem gefin var í fimmgangi í fyrra. 

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn í síma 891 9197 og Kristinn í síma 847 1179 en verð fyrir fylfulla hryssu er 124.200 með vsk og girðingargjaldi/sónar.