mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Námskeiðahald

8. janúar 2014 kl. 17:13

Sigurbjörn Bárðason verður með skeiðnámskeið

Hestamannafélagið Fákur

Fyrirhugað er að halda eftirfarandi námskeið hjá Fáki í vetur ef næg þátttaka næst. Á heimasíðu Fáks er listi yfir þau námskeið sem verða en listinn er ekki tæmandi, heldur geta fleiri námskeið bæst við og svo geta félagsmenn eða reiðkennarar pantað tíma í höllinni og skipulagt námskeið fyrir sig og sína. 

Listinn yfir námskeiðin:

1. Knapamerkjanámskeið. Boðið upp á öll knapamerkin og hefjast þau 13. jan. Einnig boðið upp á knapamerki 1 og 2 aftur í mars.

2. Skeiðnámskeið með Sigurbirni Bárðarsyni.

3. Keppnisnámskeið Sylvíu Sigurbjörnsdóttur. Börn, unglingar og ungmenni ganga fyrir. Hefst föstudaginn 24 jan. Kennt á föstudögum í 10 skipti.

4. Pollanámskeið. Skemmtilegt námskeið fyrir yngri kynslóðina og hefst það um miðjan febrúar og kennt á sunnudögum.

5. Riddaranámskeið. Námskeið fyrir börn og unglinga þar sem leikgleðin ræður ríkjum. Hefst í byrjun febrúar, Átta tímar.

6. Hringtaumsnámskeið – áseta og tvítaumsvinna. Er helgarnámskeið.

7. Heldri borgara námskeið. Námskeið fyrir 60+ og hefst það upp úr miðjum febrúar.

8. Helgarnámskeið. Stefnt að tveimur helgarnámskeiðum, öðru í febrúar og hinum í mars/apríl

9. Reiðnámskeið sérsniðið fyrir konur. Hefst í febrúar.

10. Byrjendanámskeið hefst í lok janúar.

11. „Boom proof” námsskeið: Markmið: Öruggari hestur, aukin skilningur á eðli hestins og þar af leiðandi öruggari knapi.Kennt í mars.

12. Reiðnámskeið með Robba Pet. Sniðið að þörfum knapans á Þriðjudögum/fimmtudögum. Tveir saman eða einkatímar.

13. Keppnisnámskeið og dómaranámskeið Önnu og Friffa: 10 tímar, á þriðjudagskvöldum, endað á litlu móti. Hefst upp seinnipartinn í jan.

14. Reiðnámskeið Rúnu Ei narsdóttur – klæðskerasaumað að óskum knapans á þriðjudögum (almennt, keppnis, útreiðar osfrv.)

Heimild: www.fakur.is