fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Námskeið vegna Kappa

21. apríl 2010 kl. 16:01

Námskeið vegna Kappa

Þann 13. apríl síðastliðinn kom út ný útgáfa af Kappa og GagnaKappa, sem hægt er að nálgast á heimasíðu LH, www.lhhestar.is. Frá þeim degi var eldri útgáfa Kappa ónothæf og því er mikilvægt að allir notendur uppfæri hugbúnaðinn.

Á næstu dögum og vikum verður Tölvunefnd LH með námskeið um notkun á Kappa. Mælt er eindregið með því að hvert félag sendi sinn fulltrúa á námskeiðið.

Námskeiðin verða haldin sem hér segir:

  • Selfoss 27.apríl kl.20:00 Félagsheimili Sleipnis
  • Reykjavík 30.apríl kl.20:00 Íþróttamiðstöðinni í Laugardal
  • Borgarnes 4.maí kl.20:00 Félagsheimili Skugga
  • Sauðárkrókur 6.maí kl.20:00 Reiðhöll Sauðárkróks
  • Akureyri 12.maí kl.20:00 Hafnarstræti 93-95


Vonumst til þess að sjá sem flesta,
Tölvunefnd LH.