miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Námskeið um kynbótadóma

12. febrúar 2010 kl. 10:03

Námskeið um kynbótadóma

Endurmenntun LbhÍ og Hrossaræktarsamtök Suðurlands vilja vekja athygli á námskeiðum sem fara fram helgina 20. – 21. febrúar um kynbótadóma. Laugardaginn 20. febrúar fer fram námskeið í Hestamiðstöðinni Dal í Mosfellssveit um byggingardóma og sunnudaginn 21. febrúar fer fram námskeið á Gaddstaðaflötum við Hellu um hæfileikadóma. Hægt er að skrá sig á bæði námskeiðin eða annað hvort.

Kennarar á námskeiðunum verða Jón Vilmundarson og Þorvaldur Kristjánsson, kynbótadómarar en frekari upplýsingar um námskeiðin má finna á slóðinni: http://www.lbhi.is/namvidlbhi/endurmenntun/hestamennska en skráningarfrestur á námskeiðið um hæfileikadóma rennur út þriðjudaginn 16. feb. og verður það haldið með fyrirvara um nægan fjölda nemenda.

Skemmtileg námskeið um mat á byggingu og hæfileikum hrossa fyrir allt áhugafólk um hrossarækt og hestamennsku.