laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Námskeið með Michel Becker

4. febrúar 2012 kl. 11:30

Námskeið með Michel Becker

Námskeið fyrir lengra komna í hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ helgina 10.-12. febrúar:

 
Reiðnámskeið með Michel Becker: Léttleiki, jafnvægi og sveigjanleiki er leiðin að hreinum og góðum gangtegundum.
 
10. feb.  föstud.kvöld. Harðarból fyrirlestur og sýnikennsla frá 18:00 til ca 22:00
 
11. feb.  laugardagur. Kennsla í reiðhöll frá 09:00 - 18:00
 
12. feb.  sunnudagur. Kennsla í reiðhöll frá 09:00 - 18:00
 
Verð: 18.000 kr.
 
Skráning hjá Mariönnu til miðv. 8. febrúar: mariann@simnet.is eða í 8959448.
 
Hægt er að kaupa sig eingöngu inn á í fyrirlesturinn og sýnikennsluna á föstudagskvöldið og kostar það 1000 kr.
 
 
Nánari upplýsingar:
Markmið námskeiðsins er að bæta jafnvægi og sveigjanleika hestsins en það er leiðin að bættum gangtegundum. Tilgangurinn með fimiæfingum er ekki að þvinga hestinn til að hreyfa sig á fallegan eða ”réttan” hátt í skilningi dressúrreiðmennskunnar, heldur að móta varlega eðlilegt hreyfingarmunstur hestsins í það að verða stjórnaðar hreyfingar. Þegar fimiæfingar eru framkvæmdar á réttan hátt fær hesturinn skýrar og skiljanlegar ábendingar í uppbyggilegri röð þannig að hann getur þróað jafnvægi og styrk og fundið ánægju í umbeðinni vinnu. Vellíðan í þjálfuninni leiðir af sér slakan og samstarfsfúsan hest.
 
Lögð er áhersla á að meta þarfir hvers þátttakanda fyrir sig í upphafi námskeiðsins. Farið verður í að leysa vandamál og mótþróa hjá jafnt hesti sem knapa á uppbyggilegan hátt. Í upphafi er áhersla lögð á vinnu í hendi þar sem hestur og knapi læra ábendingarnar sem síðan eru notaðar á hestbaki. Þátttakendur fá í hendurnar nýjar tillögur að leiðum og lausnum í þjálfuninni. Að hluta til eru aðferðirnar aðeins frábrugðnar því sem við höfum vanist sl. ár en þær eru mjög auðskiljanlegar fyrir hestinn og leiðir oft til ”aha-upplifana” hjá okkur knöpunum. Undirstaðan í allri vinnu er að hún sé framkvæmd með virðingu fyrir hestinum í fyrirrúmi. Engar þvingandi ábendingar eða hjálpartæki eru notaðar.
 
Michel Becker hefur unnið eingöngu við íslenska hesta í 25 ár en hefur einnig unnið með stórum hestum. Hann er franskur að uppruna en lengst af hefur hann unnið sem þjálfari, reiðkennari og járningamaður á hinu þekkta ræktunarbúi Wiesenhof í Þýskalandi. Einnig hefur hann starfað sjálfstætt í mörg ár. Hann er reiðkennari B fyrir íslenska hesta og hefur lokið þriggja ára námi hjá Philippe Karl í ”Skóla léttleikans” (”Ecole de Légèreté”) og hefur í mörg ár unnið að því að aðlaga þessi fræði að þörfum íslenska hestsins. Hann er sá eini í heiminum sem hefur lokið þessu námi en er sérhæfður í þjálfun íslenskra hesta.
 
Hugmyndafræðin sem Michel notar í kennslu sinni kemur að stórum hluta frá Philippe Karl (http://www.philippe-karl.com) en byggir á fræðum frá ”gömlum meisturum” eins og Xenophon, Pluvinel, La Guérinière og í seinni tíð Nuno Oliveira. Bruno Podlech á Wiesenhof hefur einnig verið áhrifamikil fyrirmynd fyrir hann og þar að auki er honum aðferðir úr Horsemanship mikilvægar í þjálfuninni. Michel kallar sjálfan sig „sífellt leitandi knapi“, og á við leitina að „hinni réttu leið“ þ.e. að hestvænni reiðmennsku og þjálfun þar sem hesturinn er ávallt í fyrirrúmi í öllum þáttum þjálfunarinnar.
 
Í fjórða tölublaði Eiðfaxa 2011 má lesa viðtal við Michel.
 
Námskeiðið byrjar með fyrirlestri og sýnikennslu á föstudagskvöldinu (ca 4 klst) og á laugardag og sunnudag eru tvær kennslustundir á dag á mann með tveimur þátttakendum í hverjum tíma.
 
Í boði er að kaupa sig eingöngu inn á í fyrirlesturinn og sýnikennsluna.
 
 
Minni á að hægt er að kaupa sig sér inn á fyrirlesturinn og sýnikennsluna og kostar þá 1000 kr.