miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Námskeið í hestanuddi 26. - 27. mars

14. mars 2011 kl. 16:36

Námskeið í hestanuddi 26. - 27. mars

Fræðslunefnd Fáks mun bjóða á námskeið í hestanuddi helgina 26.-27.  mars.

"Kennari verður hin sænska Catrin Annica Engström en hún hefur búið og starfað á Íslandi síðan 1989. Hún er með vefsíðuna www.hestanudd.net og þar má finna góða kynningu á áhrif nudds á hesta.
Námskeiðið felur í sér vöðvafræðslu, nuddtækni og vandamálaleit. Farið er í gegnum mögulegar ástæður vöðvavandamála, hvernig nudd virkar á hestinn og hvernig er best að beita nuddi til að það hjálpi hestinum sem mest. Ýmsar gerðir hnakka verða skoðaðir og rætt  um ýmis vandamál sem geta stafað af hnökkum. Einnig verður farið í gegnum teyguæfingar þar sem Catrin verður með sýnikennslu," segir í tilkynningu frá Fáki.

Dagskrá námskeiðsins verður á þennan veg:

Laugardagurinn 26. mars
Mæting klukkan 09:00.
Byrjað á bóklegum tíma. Kennt í Félagsheimili Fáks. Farið verður almennt í hvað hestanudd er og ástæðu þess að nota nudd fyrir hesta. Farið verður í helstu vöðva hesta (anatomíu), festu þeirra og upptök og enda. Fjallað verður um helstu vandamál sem geta komið upp hjá hestum.
Matartími frá kl 12 til 13.
Eftir mat er haldið áfram að fjalla um vöðva hestanna til klukkan 14:30 til 15:00.
Eftir það verður farið í að skoða hnakka (gott ef nemendur hafi hnakka með sér).
Síðan er áætlað að kíkja á 2 til 3 hesta, fer eftir fjölda nemenda (gott ef nemendur geti veitt aðgang að hestum sínum). Þreifa á þeim og finna fyrir beinagrind þeirra.
Áætluð lok á þessum námskeiðsdegi er um klukkan 16:00 til 17:00 (fer eftir áhuga og spurningum nemenda).

Sunnudagurinn 27. mars
Byrjar klukkan 10:00.
Verklegur tími. Nemendur mæti með hestinn sinn í fordyr reiðhallarinnar.
Byrjað verður á sýnikennslu, síðan æfir hver og einn sig á sínum hesti og kennari fer á milli og aðstoðar og leiðbeinir nemendum.
Matur klukkan 12:00 til 13:00
Mismunandi grip eru æfð.
Dagurinn endar svo með sýnikennslu á teygjuæfingum.
Námskeiðslok áætluð um klukkan 15:00.


Tekið er við skráningum í dag mánudaginn 14. mars í anddyri Reiðhallarinnar milli kl. 19.30 og 20.00. Þátttökugjaldið er kr. 15.000. sem greiða þarf við skráningu, en aðeins eru 10 pláss í boði.