miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Námskeið í byggingadómum kynbótahrossa

21. mars 2011 kl. 15:51

Námskeið í byggingadómum kynbótahrossa

Kynbótanefnd Fáks mun standa fyrir opnu námskeiði um byggingadóma hrossa í reiðhöllinni í Víðidal sunnudaginn 27. mars nk. kl. 9.30-16.30. Kennari verður Þorvaldur Kristjánsson kynbótadómari.

Í markmiðslýsingu námskeiðsins er sagt að með námskeiðinu sé boðið upp á ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur. Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar.

Námskeiðsverðið er 13.000 kr fyrir félagsmenn Fáks, en 15.000 kr fyrir utanfélagsmenn. (Skuldlausir félagsmenn Fáks njóta afsláttarins). Hádegismatur er innifalinn.
Skráningar skal senda á netfangið fakur@fakur.is  eða með því að hringja í síma 898-8445.  Ath. að borga þarf staðfestingargjald fyrir fimmtudaginn því takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið.