föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Námskeið hjá Létti

7. janúar 2010 kl. 15:59

Námskeið hjá Létti

Nú hefur hestamannafélagið Léttir sett á heimasíðu sína lista yfir þau námskeið sem eru í boði núna fyrripart vetrar. Áætlað er að kenna öll knapamerkin ásamt almennum reiðnámskeiðum og frumtamningarnámskeiði. Gert er ráð fyrir 5-6 þátttakendum á hvert námskeið og áskilur Léttir sér rétt til að fella niður námskeið ef ekki næst næg þátttaka.

Hægt er að skoða námskeiðin á heimasíðu félagsins á www.lettir.is og flipi til hliðar sem heitir „námskeið“

 

Með kveðju

Hestamannafélagið Léttir