mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Námskeið hjá Herði

18. janúar 2011 kl. 14:24

Námskeið hjá Herði

Skráning er hafin á námskeið fyrir fullorðna í vetur.  Í hverjum hóp verða minnst 4 nemendur, en mest 5 .  Ef færri en 4 skrá sig fellur námskeiðið niður...

Hver kennslustund er 45 – 50 mínútur.  Fræðslunefnd áskilur sér rétt til breytinga og niðurfellinga á einstökum námskeiðum eftir atvikum.  Athugið að vikudagar fyrir námskeiðin eru áætlaðir og gætu breyst. Það er því miður ekki alveg hægt að festa daga og tíma fyrr en skráningu á einstök námskeið er lokið, en við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst og láta þá fylgja athugasemdir eftir því sem við á.  Leitast er við að hafa námskeiðin virka daga en eitthvað þarf líkast til að vera um helgar.  Það hefur gefist vel.
 Vinsamlega takið fram við skráningu ef sérstakar óskir eru um daga, reynt verður að gera öllum til hæfis.
Upplýsingar í síma gefur Margrét, 824 7059 eftir 17 á daginn, en skráning fer fram í gegnum tölvupóst og fyrirspurnum er einnig svarað þannig hjá umsjónaraðila hvers námskeiðs.  Greiðsluseðlar verða sendir út fyrir námskeiðsgjöldum.
Upplýsingar um Knapamerkin má finna á www.holar.is og skyldi fólk kynna sér þær.
Námskeiðin eru aðeins ætluð félagsmönnum í Herði, nýjum félögum tekið fagnandi.
Sjá námskeiðin í "lesa meira" ________________________________________________________________________________________
•    Knapamerki 1 - 5  Hefst í byrjun febrúar, kennt einu sinni til tvisvar í viku.
Verð fer eftir stigum.
Skráning með nafni, kennitölu og símanúmeri hjá Margréti margret@vistor.is fyrir 24.janúar.
•    Byrjendanámskeið  Rólegt uppbyggjandi námskeið fyrir fólk sem er að byrja í hestamennsku, eða hefur aldrei farið á námskeið. Einnig þá sem hafa jafnvel orðið hvekktir en vilja komast í hnakkinn aftur eða þá sem skortir kjark og ná þess vegna ekki þeim árangri sem þeir vilja.  Kennt á sunnudögum.
8 skipti með möguleika á 6 skiptum í framhald.
Verð 12.000- 8 skipti  
Kennari: Line Nörgaard
Skráning með nafni, kennitölu og símanúmeri hjá Berglindi begraf@hotmail.com  fyrir 24. janúar.
•    Almennt reiðnámskeið I Námskeið fyrir alla sem vilja bæta reiðmennsku sína og hest.  Farið í grunn fimiæfingar og uppbyggingu gangtegunda.  Fjölbreytt námskeið sem mótast af þörfum nemendanna.  4 saman í hóp, kennt einu sinni í viku.  8 skipti með möguleika á 6 skipta framhaldi. Verður sennilega kennt aftur þegar þessu lýkur.  Hægt er að velja á milli tveggja kennara og daga ef fólk vill.
Kennarar: Súsanna Ólafsdóttir á miðvikudögum eða Line Nörgaard á föstudögum.
Verð 12.000 - 8 skipti
Skráning hjá Lilju lilja@kraftaverk.is fyrir 24. janúar.•    Almennt reiðnámskeið II Farið verður í gegnum ásetu og almenna þjálfun gangtegunda, einfaldar fimiæfingar sem hjálpa knapanum að gera hestinn sinn betri verða kynntar.  Farið verður ítarlega í vinnu við hendi ásamt hringtaumsvinnu. 4 saman í hóp, kennt einu sinni í viku.  8 skipti með möguleika á 6 skipta framhaldi.
Kennari Reynir Örn Pálmason
Verð 12.000 - 8 skipti
Skráning hjá Lilju lilja@kraftaverk.is fyrir 24. janúar.
•    Áseta og líkamsbeiting knapans  Ásetunámskeið þar sem sérstaklega er farið í ??????? vantar lýsingu.
Skráning með nafni, kennitölu og símanúmeri hjá Helenu helenaj@simnet.is fyrir 24, janúar.

•    Keppnisnámskeið fyrir konur   Námskeið sérstaklega fyrir konur sem ætla að taka þátt í Kvennatölti Harðar.
Kennt einu sinni í viku og hefst námskeiðið í byrjun febrúar.  Kennt á sunnudögum.  Kvennatölt Harðar fer fram 2. apríl
Kennari Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Verð 13.500 - 9 skipti
Skráning með nafni, kennitölu og símanúmeri hjá Helenu helenaj@simnet.is fyrir 24. Janúar.
 
•    Keppnisnámskeið almennt
Ætlað þeim sem hafa hug á að taka þátt í hvers kyns mótum með lokamarkmið á Íþróttamóti Harðar. Ætlast er til að hestar og knapar kunni skil á grunn fimiæfingum.  Kennt einu sinni í viku á þriðjudögum, og hefst 8. febrúar.
Kennari á námskeiðinu er Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Verð 15.000 - 10 skipti
Skráning með nafni, kennitölu og símanúmeri hjá Hönnu hanna73@simnet.is fyrir 31. janúar.
•    Unghross / hross með vandamál
Hægt að koma með töluvert reiðfært unghross og halda áfram með það.  Stefnt að því að kenna tvisvar í viku en það veltur á skráningu á önnur námskeið hvort það tekst.  Hefst í 4. viku kennt virka daga. Eins er hægt að skrá á námskeið fyrir þá sem stríða við einhver sérstök vandamál hjá hesti sínum og þurfa leiðbeiningar til að komast rétta leið út úr vandanum.  Kennt á fimmtudögum.
Kennari Reynir Örn Pálmason
Verð 12.000- 8 skipti  
Skráning með nafni, kennitölu og símanúmeri hjá Margréti margret@vistor.is fyrir 24. janúar.