mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Námskeið hjá Borba

6. janúar 2014 kl. 16:00

Klassísk þjálfun fyrir okkar hesta B.O.R

Vegna mikilla vinsælda verður boðið upp á samskonar námskeið og Hafliði Halldórsson liðsstjóri Íslenska Landsliðsins byrjaði á í fyrra og haldið var hjá Eldhestum.

Námskeiðið er einkaframtak Hafliða Halldórssonar, Rúnu Einarsdóttur og Olil Amble.

Í boði eru þrjú tveggja daga námskeið bæði á suðurlandi og norðurlandi. Fyrsta námskeiðið verður haldið á suðurlandi laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. janúar hjá Bergi og Olil í Syðri Gegnishólum.

Á norðurlandi verður námskeiðið þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. janúar hjá Lilju Pálmadóttur á Hofi á Höfðaströnd.

Hin tvö námskeiðin verða haldin um mánaðarmótin feb/mars og í lok apríl og verða auglýst nánar síðar.

Aðalkennari er Julio Borba frá Portúgal, honum til aðstoðar eru þær Rúna Einarsdóttir og Olil Amble. Námskeiðið er í boði fyrir alla sem hafa áhuga á að bæta reiðmennsku sína, hafa áhuga á tamningu, þjálfun og keppni, ungmenni sem og fullorðnir.

Verðið er 45.000 kr á mann, innifalið eru tveir einkareiðtímar á mann, hádegismatur og áhorf á öðrum reiðtímum sem fram fara á námskeiðinu.

 

Skráning fyrir suðurland er hjá Olil Amble á netfangið olilamble@gangmyllan.is

Fyrir norðurland fer skráning fram hjá Elvari Einarssyni á netfangið elvar@krokur.is eða í síma 8938140.

 

Tekið verður við skráningum í þeirri röð sem þær berast, fyrstir koma fyrstir fá.