þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Námskeið fyrir unga þjálfara og sýnendur

3. febrúar 2016 kl. 15:27

Valdís Bjök Guðmundsdóttir og Hugsýn frá Svignaskarði á kynbótasýningu á Sörlastöðum.

Alþjóðlegt námskeið á vegum FEIF.

Alþjóðlegt námskeið á vegum FEIF fyrir unga þjálfara og sýnendur kynbótahrossa verður haldið að Skeiðvöllum í Landssveit dagana 5. til 8. apríl í vor. Námskeiðið er ætlað fólki á aldrinum 18 – 30 ára sem hefur reynslu af þjálfun og/eða sýningu kynbótahrossa en hefur áhuga á frekari menntun og þjálfun á því sviði. Markmiðið er einnig að gefa ungum sýnendum kost á að skiptast á skoðunum og fræðast af samherjum á líkum aldri. Hámarksfjöldi þátttakenda eru þrír aðilar frá hverju FEIF landi. 

Á námskeiðinu verður farið bóklega og verklega yfir sýningu kynbótahrossa. Fyrirlesarar verða kynbótadómarar, ræktendur og þjálfarar auk sýnenda í fremstu röð.

Heildarnámskeiðsgjald er 305 evrur sem inniheldur kennslugögn, gistingu og fæði á Skeiðvöllum. Á Íslandi tekur við umsóknum fyrir hönd FEIF, Þorvaldur Kristjánsson, netfang thk@rml.is  Vegna skipulagningar námskeiðsins þurfa umsóknir um þátttöku að berast fyrir 28. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar í síma 892-9690.