mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Náin tengsl manna og hesta

22. febrúar 2011 kl. 10:57

Náin tengsl manna og hesta

RÚV virðist vera að taka eftir því að margir hestamenn sitja límdir við skjáinn á mánudagskvöldum þegar þáttur um Meistaradeildina í Hestaíþróttum er sýndur.

Því þótti Eiðfaxa veltilfundið hjá RÚV að sýna heimildarmyndina This way of life í gær.

Í myndinni er brugðið upp svipmyndum af lífi hárprúðu Karena-fjölskyldunnar, Peter og Colleen Karina og sex ungum börnunum þeirra og tengslum þeirra við náttúru og hesta. Þau lifa einföldu lífi í náttúrufegurð Ruahine fjalla í Nýja-Sjálandi með hestahjörðina sína.

Peter er slyngur hestamaður og lifir eftir gildum sem eru á undanhaldi á okkar tímum. Hann temur hesta, lifir eftir hugsjón sjálfsþurftar, veiðir sér til matar og finnur þannig leið til að færa fjölskyldunni sinni það sem hún þarf. Aðstæður fjölskyldunnar eru erfiðar en Peter og Coleen neita að gefa eftir heilindi sín.

Börnin eru óttalaus og frjáls og læra af reynslu sinni og nálægð við skepnunar. Sjö ára stúlka situr voldugan hest á berbaki á harðaspretti á meðan annað barnið stendur á baki hests á meðan það týnir ávexti í poka. Saman fer svo fjölskyldan og hestarnir í ána að synda.

Í gegnum harðneskju og frelsi nær fjölskyldan að viðhalda sínum heilindum og hugsjón, börnin eru hamingjusöm og búa að lífsreynslu og tengslum sem eru að sönnu einstök.

Dásemdarmynd.

Fyrir þá sem misstu af henni geta séð sýnishorn hér.