miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Næst keppt í slaktaumatölti

12. mars 2016 kl. 10:35

Sunna Sigríður sigraði fjórgang áhugamanna á Fífil frá Feti Mynd: Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir

Hraumhamars slaktaumatölt í Gluggar og Gler deildinni

Hraunhamars slaktaumatölt er næst á dagskrá í Gluggar og Gler deildinni og spennustigið er að hækka bæði hjá keppendum og áhorfendum.

Mótið verður á fimmtudagskvöldið 17 mars í Sprettshöllini og hefst keppni kl. 19:00. Mikill metnaður er í keppendum og heyrst hafa skemmtilegar sögur af æfingum. Ljóst að við eigum eftir að fá að sjá skemmtilegar sýningar og flotta hesta.

Áhorfendur hafa ekki látið sitt eftir liggja í mótaröðinni og gaman að sjá stuðninginn sem knapar fá af pöllunum.

Í fyrra var það Játvarður Jökull og Baldvin frá Stangarholti sem komu, sáu og sigruðu slaktaumatöltið í Gluggar og Gler deildinni.  Í öðru sætir voru þeir Þorvarður og Freyþór frá Ásbrú og í þriðja sæti þau Halli Victors og Nóta frá Grímsstöðum.

 

Það er mikil spenna í stigakeppninni bæði í einstaklings- og liðakeppninni.

 

Í einstaklingskeppninni leiðir Birgitta Dröfn Kristinsdóttir með 15 stig og í næstu fjórum sætum með 12 stig eru þau Ámundi Sigurðsson, Katrín Sigurðardóttir, Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Rakel Natalía Kristinsdóttir.  Þar á eftir koma þrír knapar með 10 sig en það eru þau Aníta Lára Ólafsdóttir, Birta Ólafsdóttir og Ófeigur Ólafsson.  Það er með sanni hægt að segja að þarna megi næstum engu muna í stigum.

 

Í liðakeppninni er staðan eftirfarandi.
Margréthof/Export hestar 298
Barki 282
Kæling 263
Appelsín 261
Mustad 237
Garðatorg & ALP/GáK 228
Toyota 224
Austurkot Dimmuborg 204
Vagnar og þjónusta 195
Poulsen 185
Norúrál / Einhamar 170
Team Kaldi Bar 168
Dalhólar 163
Kerckhaert/Málning 154
Heimahagi 129

Húsið opnar kl. 17:30 og sem í fyrri mótum mun einvala lið Sprettara sjá um að reiða fram veitingar í Veislusalnum okkar á góðu verði. Í boði verða m.a. eðalsúpa ala Sprettur, pizzur og margt annað. Ljóst er að enginn fer þyrstur eða svangur heim að kvöldi loknu

Við hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta og horfa á spennandi keppni.   Aðgangur er frír.

 

Við minnum svo á nýja heimasíðu deildarinnar http://sprettarar.is/ahugamannadeild-spretts-gluggar-og-gler.  Farið er inná www.sprettarar.is og þar þrýst á glugga sem heitir Gluggar og Gler deildin.  Á síðunni er frábær fróðleikur um deildina, liðin, styrktaraðila ásamt myndum frá þeim keppnum sem farið hafa fram.