þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Næg þátttaka

15. ágúst 2019 kl. 19:00

Kynbótasýning

Hross sýnd á þremur stöðum í næstu viku þegar síðsumarssýningar fara fram alls eru 194 hross skráð í dóm

 

Síðsumarssýningar kynbótahrossa fara fram í næstu viku á þremur stöðum, Selfossi, Borgarnesi og Akureyri.

Á Selfossi eru flest hross skráð þessa viku eða alls 128 hross, á Akureyri 44 og í Borgarnesi 22.

Dómar á Selfossi hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 19. ágúst. Yfirlitssýning verður föstudaginn 23. ágúst. Dómar á Akureyri hefjast klukkan 14:00, þriðjudaginn 20.ágúst og yfirlitssýning verður fimmtudaginn 22.ágúst og hefst kl. 8:30. Þrátt fyrir að hámarksfjöldi hrossa, sem eru 30 hross, hafi ekki náðst í Borgarnesi verður sýningin haldin þar. Það kemur til vegna þess að sýningin á Selfossi er full og því ekki hægt að færa þau hross á þá sýningu. Röðuna hrossa og dagsetning á sýningunni i Borgarnesi verður auglýst síðar.

Röðun hrossa á kynbótasýningarnar má finna á heimasíðu RML eða með því að smella á viðkomandi sýningu hér fyrir neðan.

Röðun hrossa á kynbótasýningum

Hollaröð síðsumarssýning Akureyri 20.-21. ágúst