þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mývatn Open

8. febrúar 2017 kl. 10:23

Mývatn Open

Hið árlega ísmót á mývatni verður haldið laugardaginn 11.mars

Hið árlega ísmót Mývatn Open verður haldið laugardaginn 11. mars 2017 á Stakhólstjörn við Skútustaði í Mývatnssveit. Keppnisgreinar að þessu sinni eru A-flokkur, B-flokkur, tölt (1. og 2. flokkur) og hraðaskeið. Vegleg verðlaun.

Á föstudeginum bjóða hestamannafélögin Þjálfi og Grani og Sel-Hótel Mývatn í reiðtúr á ísilögðu Mývatni þar sem boðið verður upp á samlokur og heitt kakó úti í eyju – allir hjartanlega velkomnir (ekkert þátttökugjald).

Nánari upplýsingar um mótið, reiðtúrinn og skráningar munu birtast á heimasíðum hestamannafélaganna Þjálfa og Grana.

Mótanefnd