sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mývatn open

6. mars 2014 kl. 09:41

Mývatn Open verður haldið 8.mars

Hestar á ís

Hið feyki vinsæla hestamót Mývatn Open - Hestar á ís verður haldin næstu helgi, 7. og 8. mars. Á föstudaginn bíður Hestamannafélgið Þjálfi í reiðtúr út á frosið Mývatn og Sel-Hótel Mývatn býður knöpum upp á samlokur og heitt kakó út í Hrútey. Mótshaldið hefst svo á laugardaginn þar sem keppt verður í B og A tölti og góðhestakeppni. Verðlaunaafhending verður strax eftir keppni yfir kaffihlaðborði og um kvöldið verður slegið upp hestamannahófi á Sel Hótel Mývatni með veisluhlaðborði og kráarstemmningu.

Það er því um að gera að skella sér í Mývatnssveit um helgina og upplifa náttúru, hesta og menn. Nánari upplýsingar er að finna á www.myvatn.is