sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mývatn Open næstu helgi

6. mars 2012 kl. 16:43

Mývatn Open næstu helgi

Mývatn Open - Hestar á ís verður haldið nk. helgi 9. og 10. mars en skráningar á þetta skemmtilega mót stendur nú yfir.

„Skráningar berist á netfangið birnaholmgeirs@hotmail.com í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 7.mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, nafn knapa, litur, aldur, faðir og móðir. 
 
Keppnisgreinar eru Tölt A, Tölt B, skeið og stóðhestakeppni. Skráningargjald eru 3.500. kr. á skráningu. Greiðist inn á reikning 1110-26-138, kt. 480792-2549 í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 7.mars. Sendið kvittun á birnaholmgeirs@hotmail.com þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga. 
 
Ekki verður posi á staðnum þannig að við viljum biðja fólk endilega að borga inn á þennan reikning eða hafa reiðufé klárt á staðnum. Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar á heimasíðu Þjálfa þegar nær dregur. 
 
Eftirfarandi aðilar styrkja og gefa verðlaun á mótið: Skútustaðahreppur, Þingeyjasveit, Sparisjóður Þingeyinga, Sel-Hótel Mývatn, Hótel Kea, Kaffiborgir/66 °C Norður, Lífland, RUB23, Bautinn, Vogafjós, Purity Herbs, Jarðböðin og Vífilfell. 
 
Einnig verða folatollur undir Blæ frá Torfunesi, Djákna frá Hellulandi og Sigurstein frá Húsavík í verðlaun. 
 
Veitt verða verðlaun fyrir 1.-5. sætið í Tölt A og B ásamt stóðhestaflokknum og 3 fyrstu sætin í skeiðinu . Ekki missa af frábæru móti,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum mótsins.
 
Þessu tengt:
Mývatn Open 2012