þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mývatn Open 2012

28. febrúar 2012 kl. 14:05

Mývatn Open 2012

Hestamótið Mývatn Open - Hestar á ís verður haldið helgina 9. og 10. mars:

 
"Hestamannafélagið Þjálfi býður í reiðtúr út á frosið Mývatn á föstudeginum og er öllum hjartanlega velkomið að taka þátt í því að kostnaðarlausu.  
Sel-Hótel Mývatn býður knöpum upp á samlokur og heitt kakó út í eyju.
Síðan hefst mótshaldið á laugardeginum sem endar með hestamannahófi á Sel - Hótel Mývatni um kvöldið.
Hesthúsapláss hefur ekki verið vandamál hingað til og mun Marinó (s. 8960593) aðstoða ykkur við að hýsa hestana.
 
Dagskrá
Hópreið um Mývatn kl. 16:30 - 18:30 (allir velkomnir)
 
Laugardagur 10. mars
 
Kl. 10:30          Tölt B   Ekkert aldurstakmark                        
Kl. 13:00          Tölt A
                         Stóðhestakeppni
                         Skeið
                         Verðlaunaafhending yfir kaffihlaðborði í Selinu 
Kl. 19:30          Húsið opnar fyrir stemmingu kvöldsins,
                         Videosýning frá afrekum dagsins á breiðtjaldi
Kl. 20:30          Hestamannahóf hefst  - öllum opið.
Kl. 23:30          Kráarstemning og lifandi tónlist fram á nótt 
                                         
Stóðhestakeppni- þar sem að alhliða og klárhestar etja kappi saman. Riðnar verða þrjár ferðir fram og til baka(samtals 6.ferðir) Fyrsta ferð hægt tölt og milliferðartölt til baka. Önnur ferð brokk og yfirferð til baka og má þá knapi velja milli skeiðs og tölts. Þriðja ferðin er svo frjáls báðar leiðir , þar sem knapinn má sýna allt það besta sem hesturinn hefur uppá að bjóða. 
 
Skráningar hefjast Sunnudagskvöldið 4. mars og standa til miðvikudagskvölds 7.mars á netfanginu birnaholmgeirs@hotmail.com
 
Upplýsingar um nafn, föður, móður, lit, aldur, eiganda og knapa þurfa að koma fram (frekari uppl.um mótið og ráslisti verður á heimasíðu Þjálfa sem er www.123.is/thjalfi).
 
Skráningargjald er kr. 3.500,- og er borgað á staðnum í síðasta lagi klukkutíma áður en keppni hefst.
Vegleg verðlaun í boði (nánari uppl. verða á www.123.is/thjalfi)
Sel-Hótel Mývatn býður upp á gistitilboð
kr. 6.450,- á mann í tveggja manna herbergi og aukanótt  3.900,- á mann með morgunmat.  Kr. 9.900,- í eins manns herbergi.  Morgunmatur innifalinn.
 
Þriggja rétta glæsilegur kvöldverður og hestamannahóf á laugardagskvöldinu verð kr. 7.500,- á mann.
 
Hestamenn fjölmennum og höfum gaman saman!
 
Bókanir í s. 464 4164 eða myvatn@myvatn.is
Hestamannafélagið Þjálfi og Sel-Hótel Mývatn," segir í tilkynningu frá aðstandendum mótsins.