laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Myndskeið af björgunaraðgerðum-

29. febrúar 2012 kl. 12:04

Myndskeið af björgunaraðgerðum-

Eiðfaxa barst saga og myndband af björgun hests úr sjálfheldu hér á landi:

Komið var að hesti í beitarlandi við hesthúsahverfi Harðar í Mosfellsbæ sl. sumar þar sem hann sat fastur í leðju og var auðsjáanlega búin að gefast upp.

Hóað var í fólk til hjálpar, dýralæknir kom á staðinn og Sverrir í Varmadal sem kom á gröfu. Sigurður Straumfjörð Pálsson hestamaður kom böndum utan um hestinn sem reyndist þó þrautinni þyngri þar sem hesturinn sat kyrfilega fastur eins og myndbandið sýnir.
 
Björgunin tók um 20 mínútur og náði hesturinn sér að fullu eftir volkið.