miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Myndir frá yngri flokkunum á Landsmóti

23. desember 2014 kl. 14:00

Barist um í rigningu og roki.

Keppendur í yngri flokkunum á Landsmóti þurftu að berjast um í roki og rigningu fyrstu dagana og þótti ótrúlegt hversu vel þau leystu það úr hendi. Þegar líða á tók á vikuna varð veðrið þó mildara. Frábærar sýningar voru hjá krökkunum og gáfu þau eldri knöpunum ekkert eftir hvað varðar glæsileika.

Myndir frá yngri flokkunum á Landsmóti má nálgast hér. Myndirnar eru óunnar.

Sigurvegari barnaflokks var Glódís Rún Sigurðardóttir á Kamban frá Húsavík, sigurvegari unglingaflokks var Þórdís Inga Pálsdóttir á Kjarval frá Blönduósi og sigurvegari ungmennaflokks var Gústaf Ásgeir Hinriksson á Ás frá Skriðulandi