þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Myndir frá World Toelt-

1. mars 2012 kl. 15:31

Myndir frá World Toelt-

Heimsbikarmótið World Toelt fór fram í Óðinsvéum síðustu helgi og lögðu margir Íslendingar land undir fót til að upplifa þetta glæsilega innanhúsmót.

Umgjörð mótsins var til fyrirmyndar og stemningin gríðarleg. Keppnin var æsispennandi enda saman komin sterkustu keppnishross í Evrópu og áttu sýningar þeirra bestu það sammerkt að vera mjúkar og fallegar og fylgja yfirlýstu markmiði FEIF um samstillta fyrirmyndarreiðmennsku á árinu 2012.

Hollenski áhugaljósmyndarinn Marius MacKenzie var á staðnum og festi mörg glæsileg augnabliki á myndir sem fylgja þessari frétt.