sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Myndir frá Uppskeruhátíð

14. janúar 2015 kl. 16:00

Fögur fljóð á Uppskeruhátíð hestamanna 2014.

Prúðbúnir hestamenn fjölmenntu í Gullhamra.

Uppskeruhátíð hestamanna var haldin í veislusal Gullhamra þann 10. janúar síðastliðinn.  Gísli Einarsson fjölmiðlamaður, þekktur fyrir ástríðufullan áhuga sinn  á landi og þjóð, stóð sig með sóma sem veislustjóri og Hljómsveitin Rokk rokkaði hestamenn upp úr sætunum.  Hinn glænýji Hestamannakvartett vakti einnig  mikla lukku með fögrum söngröddum sínum.  Mikið var um dýrðir, glimmer og glitur enda ekki oft sem hestamenn og konur  hafa tækifæri til að klæða sig í glæstan skrúða.

Gígja Dögg Einarsdóttir, ljósmyndari Eiðfaxa, var á staðnum til að fanga stemninguna á myndum. Hér nálgast nokkrar myndir frá Uppskeruhátíð hestamanna en nánar verður fjallað um hana í fyrsta tölublaði Eiðfaxa sem kemur út í næstu viku.

Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.