miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Myndir frá Uppskeruhátíð Hestamanna

10. nóvember 2013 kl. 23:39

Jóhann Skúlason og Bergþór Eggertsson

Jóhann Skúlason valinn knapi ársins

Uppskeruhátíð hestamanna fór fram á Broadway í gærkvöldi. Jóhann R. Skúlason var valinn knapi ársins, Ragnar Tómasson fékk heiðursverðlaun LH fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunar og Efri-Rauðalækur var valið ræktunarbú keppnishesta.

 

Gæðingaknapi ársins: Ísólfur Líndal Þórisson

Skeiðknapi ársins: Bergþór Eggertsson

Íþróttaknapi ársins: Jakob Svavar Sigurðsson

Kynbótaknapi ársins: Árni Björn Pálsson

Efnilegasti knapinn: Konráð Valur Sveinsson

Ræktunarbú ársins: Efri-Rauðalækur

 

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá Uppskeruhátíðinni, en fleiri myndir munu svo birtast í næstu tölublöðum Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is