sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Myndir frá forkeppni unglinga

27. júní 2011 kl. 20:27

Myndir frá forkeppni unglinga

Keppni í unglingaflokki í gær var skemmtileg áhorfs. Hestakosturinn var gríðarsterkur og reiðmennska knapanna til fyrirmyndar eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Milliriðlar í unglingaflokki fara fram á miðvikudag kl. 8.30 og má nálgast ráslista þeirra hér.

Þeir sjö keppendur sem hljóta hæstu einkunn í milliriðlum öðlast þátttökurétt í A-úrslitum sem fara fram á lokadegi Landsmóts, sunnudaginn 3. júlí kl. 13.15. Keppendur í sætum 8-16 eftir milliriðla geta átt möguleika á sæti í A-úrslitum með því að sigra B-úrslitin sem fara fram föstudaginn 1. júlí kl. 15.45.