þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Myndir frá áhugamannadeildinni

6. febrúar 2015 kl. 16:13

Hrafnhildur Jónsdóttir hafði ærna ástæðu til að fagna þegar úrslit voru ljós. Hrefna Hallgrímsdóttir, sem lenti í öðru sæti, samfagnaði.

Flottir taktar í Sprettshöllinni í gær.

Fjórgangskeppni hinnar nýju áhugamannadeildar Spretts fór fram fyrir fjölmenni í Sprettshöllinni í gær. Alls voru 42 keppendur skráðir til leiks með fagra fáka. Sáust þar glæsitaktar og var keppnin ekki síðri skemmtun fyrir áhorfendur en þegar atvinnumenn etja kappi.

Hrafnhildur Jónsdóttir  stóð uppi sem sigurvegari á hesti sínum Krafti frá Keldudal eftir spennandi úrslit.

Ljósmyndari okkar, Gígja Dögg Einarsdóttir, fangaði úrslitin á mynd og má nálgast þær hér.