þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Myndbönd af öllum stóðhestum

22. apríl 2014 kl. 14:44

Jarl frá Árbæjarhjáleigu vakti athygli á fyrsta Stóðhestadegi Eiðfaxa árið 2012.

Aukin þjónusta við stóðhestaeigendur.

Stóðhestadagur Eiðfaxa fer fram á Brávöllum á Selfossi laugardaginn nk. 26. apríl.

Allir þeir hestar sem eru með í stóðhestablaði Eiðfaxa 2014 eiga rétt á þátttöku á hátíðinni en þar mun fara fram kynning á ungum sem eldri stóðhestum. Gefst þar stóðhestaeigendum kostur á að sýna gripina í frjálsri reið á beinni braut.

Sjónvarp Eiðfaxa verður á staðnum og mun mynda alla hesta í braut. Myndböndin verða aðgengileg á síðum hrossanna á Stóðhestavef Eiðfaxa.

Allir eru velkomnir að líta við á Brávöllum og er aðgangur ókeypis. Veislan hefst kl. 14!