sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Myndbönd af frumtamningaferli-

2. desember 2011 kl. 12:19

Myndbönd af frumtamningaferli-

Nemendur á 2. ári hestafræðideildar háskólans á Hólum hafa í haust m.a. numið frumtamningar. Í öllum tamninga- og þjálfunarnámskeiðum í hestafræðideildinni er ætlast til að nemendur haldi dagbók um ferli tamningahrossa, þar sem nemendur rökstyðja aðferðir og lýsa framgangi hvers hests. Í haust hafa allnokkrir nemendur kosið að vinna dagbókina sína á myndbandsformi. Tveir hópar lögðu fram fimm stutt myndbönd þar sem farið var yfir verkefni um það bil einnar viku í senn.

Þessi fróðlegu myndbönd um ferli frumtamninga má nálgast hér á heimasíðu Hólaskóla hestamönnum bæði til gagns og gamans:

1.       Unnið inni í stíu og í hringgerði. Trippið vanið við reiðtygi og teymingar.

2.       Áframhaldandi vinna í hringgerði. Efling trausts og farið á bak.

3.       Riðið á eftir aðstoðarmanni inni í reiðhöll og fleira.

4.       Teymingar við hendi og á hesti. Útreiðar.

5.       Lokapróf.