þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Myndband – Stórsýning Fáks -

4. maí 2010 kl. 12:26

Myndband – Stórsýning Fáks -

Laugardaginn fyrsta maí hélt hestamannafélagið Fákur sína árlegu stórsýningu. Sýningin var kærkomin hestamönnum í miðri kvefpestinni sem hefur hertekið flest hesthús en pestin hafði þó einnig neikvæð áhrif, þar sem einhver forföll urðu vegna hennar á hestakosti sýningarinnar.

Ekki varð annað séð en að uppselt hafi verið á sýninguna og var stemningin í húsinu mjög góð.

Sýningaratriði voru fjölbreytt, sýnd voru kynbótahross, gæðingar hjá knöpum á öllum aldri og svo var sýningin krydduð skemmtiatriðum.

Atriði þar sem ungir knapar hermdu eftir nokkrum þekktum eldri knöpum féll í góðan jarðveg og glumdi hláturinn um húsið.

Hvorki fleiri né færri en 20 Fákskonur riðu skemmtilega töltslaufur undir stjórn Ragnars Petersen töltslaufumeistara og tókst það atriði vel.

Hér fylgir með video myndbrot af flestum atriðunum. Góða skemmtun