sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Myndabankinn stækkar

13. október 2011 kl. 16:49

Myndabankinn stækkar

Ljósmyndasafn Eiðfaxa er nú klifjað myndum frá keppni A-flokki og B-flokki gæðinga á Landsmóti, auk mynda frá Gæðingamóti Sörla nú síðsumars. Myndir af öllum kynbótahrossum á Landsmóti týnast svo inn næstu daga.

 
Hægt leita uppi hross og knapa með því að slá viðkomandi nafn í leitarglugga á forsíðu Ljósmyndasafnsins auk þess sem hægt er að skoða myndir allt aftur til ársins 1970 í þartilgerðum flokkum í safninu.
 
Við hvetjum alla til að hjálpa til við að skrásetja inn á safnið til að gera það enn betra. Hægt er að bæta inn upplýsingum um efni myndanna s.s. IS nr. og  nöfn hesta og knapa. 
 
Allar myndir á Ljósmyndasafninu eru til sölu, en til að festa kaup á mynd þarf að fylgja einföldu ferli á safninu og berst þá myndin í fullri upplausn á netfang kaupandans innan nokkurra mínútna.
 
Allar ábendingar um hvernig hægt er að gera safnið betra eru vel þegnar. Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum netfangið eidfaxi@eidfaxi.is.