mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Munu fylgjast vel með knöpum og hestum

25. mars 2011 kl. 11:22

Munu fylgjast vel með knöpum og hestum

Fámennt en góðmennt var á kynningarfundi landsliðsnefndar og nýrra liðsstjóra fór fram í félagsheimili Fáks í gærkvöldi.

Landsliðsstjórar fóru yfir lykil að vali íslenska landsliðsins, útskýrðu reglur og breytingar á keppnisreglum og úrtökustaði. Fram kom í máli landsliðsstjóranna að þeir vildu vita hverjir stefndu á úrtöku því þeir hyggðust fylgjast vel með knöpum og hestum næstu mánuði.

Landsliðið mun vera sett saman af sjö keppendum úr fullorðinsflokkum, þremur úr ungmennaflokkum og sex hrossa sem fara í kynbótadóm. Auk þes eiga þrír titilverjendur sæti í landsliðinu, þau Jóhann Skúlason heimsmeistari í tölti, Bergþór Eggertsson heimsmeistara í 250 m skeiði og Rúna Einarsdóttir heimsmeistari samanlagður sigurvegari í fimmgangsgreinum á HM 2009.

Úrtaka fyrir heimsmeistaramótið verður í ár haldið í samvinnu við hestamannafélagið Sörla og mun það vera hluti af Gullmóti félagsins, sem haldið verður að Sörlastöðum í Hafnafirði daganna 15.-18. júní nk.

Verðandi landsliðsknapar geta náð lágmörkum skv. lykli á WR mótum á næstu mánuðum, en síðasta mót til þess verður Íslandsmótið 14.-16. júlí því þann 18. júlí þarf landsliðið að vera fullmannað.