miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Munu Barbara og Dalur verja titilinn?

17. mars 2011 kl. 17:02

Munu Barbara og Dalur verja titilinn?

Ísmótið Stjörnutölt 2011 fer fram í Skautahöllinni á Akureyri nk. laugardag 19. mars kl. 20.30. 

Í tilkynningu frá mótshöldurum segir að stórstjörnur mæta á svellið. Þar má nefna nýkrýndan töltsigurvegara KS-deildarinnar, Árna Björn Pálsson en hann mun keppa á Furu frá Enni, efsta mann deildarinnar Eyjólf Þorsteinsson sem kemur með Kommu frá Bjarnanesi og efsta mann Meistaradeildarinnar Sigurð Sigurðarson en hann mætir með Glæðu frá Þjóðólfshaga.  

Sigurparið frá Stjörnutölti 2010 Barbara Wenzl og Dalur frá Háleggsstöðum eru einnig skráð til leiks og hafa þau titil að verja gegn þessum hörkuköppum.

Forsala aðgöngumiða á Akureyri í verslunum Fákasports og Líflands.  Aðgangseyrir er 2.000 kr. en frítt er fyrir 13 ára og yngri.