laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mun Sólbjartur sigra þetta árið ?

19. febrúar 2014 kl. 09:31

Sólbjartur frá Flekkudal og Ísólfur Líndal sigruðu fimmganginn í Meistaradeild Norðurlands í fyrra Mynd: Lækjamót

Ráslistinn kominn fyrir fimmganginn.

Fimmgangurinn á fimmtudaginn og ráslistarnir eru tilbúnir. Guðmundur Björgvinsson sigraði fimmganginn í fyrra á Sólbjarti frá Flekkudal. Þeir mæta báðir til leiks þó verður Guðmundur með annan hest og Sólbjartur með annan knapa. Ísólfur Líndal Þórisson verður á Sólbjarti en þeir sigruðu fimmganginn í Meistaradeild Norðurlands og verður gaman að sjá hvort þeim takist að sigra Meistaradeildina hérna fyrir sunnan.

Sylvía Sigurbjörnsdóttir mætir með Héðinn Skúla en þau gerðu það mjög gott í fimmgangnum í fyrra, voru í 4.sæti. Sylvía og Héðinn Skúli voru einnig í öðru sæti á Íslandsmótinu sama ár og er því óhætt að segja að þau eru sigurstrangleg.

Sólbjartur og Héðinn Skúli eru einu hestarnir af þeim sem voru í A úrslitunum á síðasta ári sem mæta aftur til leiks.

Gaman verður að sjá Olil Amble og Álffinn frá Syðri-Gegnishólum en þetta mun vera frumraun hans í keppni. Sigurður V. Matthíasson var í öðru sæti í fyrra á Mætti frá Leirubakka en hann mætir með nýjan hest í ár, Gust frá Lambhaga.

Margir nýjir hestar eru skráðir til leiks svo það verður spennandi að sjá hverjir raða sér í 10 efstu sætin. Stigakeppnirnar eru enn galopnar en Olil trónir nú efst með 22 stig.

Húsið opnar kl. 17:30 og hvetjum við fólk til að mæta stundvíslega. Fjöldi tilboða verða í glænýjum veitingasal Ölfushallarinnar og alveg tilvalið að mæta snemma og fá sér gott að borða fyrir keppni.

 

Ráslisti:

 1. Reynir Örn Pálmason Greifi frá Holtsmúla Ganghestar/Málning
 2. Bergur Jónsson Strokkur frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan
 3. Ragnar Tómasson Þrenna frá Hofi Árbakki/Hestvit
 4. Sigursteinn Sumarliðason Kinnskær frá Selfossi Ganghestar/Málning
 5. Eyjólfur Þorsteinsson Safír frá Efri-Þverá Lýsi
 6. Ísólfur Líndal Þórisson Sólbjartur frá Flekkudal Spónn.is/Heimahagi
 7. Hinrik Bragason Þyrla frá Böðmóðsstöðum Árbakki/Hestvit
 8. Sigurbjörn Bárðarson Spói frá Litlu-Brekku Lýsi
 9. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli Auðsholtshjáleiga
 10. Viðar Ingólfsson Heimur frá Votmúla Hrímnir/Export hestar
 11. Sigurður V. Matthíasson Gustur frá Lambhaga Ganghestar/Málning
 12. Guðmundur Björgvinsson Flaumur frá Auðsholtshjáleigu Top Reiter/Sólning
 13. Þórdís Erla Gunnarsdóttir Eldey frá Auðsholtshjáleigu Auðsholtshjáleiga
 14. Olil Amble Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan
 15. Sigurður Sigurðarson Frægur frá Flekkudal Lýsi
 16. Árni Björn Pálsson Oddur frá Breiðholti í Flóa Auðsholtshjáleiga
 17. Daníel Jónsson Penni frá Eystra-Fróðholti Gangmyllan
 18. Eyrún Ýr Pálsdóttir Eva frá Mið-Fossum Hrímnir/Export hestar
 19. Þorvaldur Árni Þorvaldsson Kolgríma frá Minni Völlum Top Reiter/Sólning
 20. Hulda Gústafsdóttir Birkir frá Vatni Árbakki/Hestvit
 21. Leó Geir Arnarsson Gjöll frá Skíðbakka III Spónn.is/Heimahagi
 22. John K. Sigurjónsson Konsert frá Korpu Hrímnir/Export hestar
 23. Teitur Árnason Maríus frá Hvanneyri Top Reiter/Sólning
 24. Guðmar Þór Pétursson Flosi frá Búlandi Spónn.is/Heimahagi