fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mozart, Kolka og Arion

9. október 2014 kl. 14:00

Arion frá Eystra-Fróðholti og Daníel Jónsson.

Hæst dæmdu hrossin í ár.

Þá er öllum kynbótasýningum lokið á þessu ári en síðasta kynbótasýning ársins fór fram á Connegar farm í Bretlandi í lok september. Hæst dæmda kynbótahrossið í ár er Arion frá Eystra-Fróðholti en hann hlaut í aðaleinkunn 8.91. Hann er einnig það hross sem hlaut hæstu einkunn fyrir hæfileika í ár eða 9.25. Arion hlaut þennan dóm á Sörlastöðum í Hafnarfirði þegar hann var fyrstur til að fá bæði 10 fyrir tölt og hægt tölt. 

Kolka frá Hákoti er hæst dæmda hryssan í ár en hún hlaut 8.91 í aðaleinkunn á Landsmótinu. Þetta er annað árið sem Kolka er hæst dæmda hryssa ársins en hún var það einnig árið 2012. Kolka er einnig tvöfaldur Landsmótssigurvegari.

 

Fallegasta hrossið í ár er stóðhesturinn Mozart från Sundsberg en hann hlaut 8.75 fyrir sköpulag, þar af 9.5 fyrir háls, herðar og bóga og 9.0 fyrir samræmi, hófa og bak og lend. Fyrir hæfileika hlaut Mozart 8.69 og í aðaleinkunn 8.72. Mozart er undan Ísar fra Keldudal, en Ísar var einnig með 9.0 fyrir bak og lend, og Vor från Österåker.