miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mottumót

5. mars 2014 kl. 08:45

Mottumót

Til styrktar krabbameinsfélagsins og Takts.

Mottumóti verður haldið þann 15. mars næstkomandi. Mótið er eingöngu ætlað karlmönnum, það er til styrtkar krabbameinsfélaginu og Takts og fer fram í reiðhöll Fáks.

Keppt verður í skeiði gegnum höllina og tölti. Boðið verður upp á 2. flokk (T7), 1. flokk og meistaraflokk.

Verðlaunafé er fyrir 3 bestu tímana í skeiði eða 10, 20 og 70 þúsund kr. Efstu þrjú sætin í töltinu verða verðlaunuð með folatollum. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir flottustu mottuna.

Skráningargjöld eru frjálst framlag þá að lágmarki 2000 kr. og renna óskert til Krabbameinsfélagsins og Stryrktarfélagsins Takts. 

Framlög millifærist á reikning nr. 0190-26-064421 kt. 100386-2249. Skráningu skal senda á netfangið mottumot@gmail.com fyrir miðnætti 12. mars þar sem kemur fram IS númer hests, keppnisflokkur, kennitala knapa, símanúmer og upp á hvora höndina er riðið.