mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mótaröð í Spretti

Óðinn Örn Jóhannsson
16. febrúar 2018 kl. 15:42

Frá gæðingamóti Spretts í fyrra.

Skráning er hafin á fyrsta mót mótaraðarinnar sem er verður haldið sunnudaginn 25. febrúar og hefst kl. 13. Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 21. febrúar.

Eins og í fyrra þá býður Hestamannafélagið Sprettur upp á mótaröð í reiðhöllinni fyrir knapa í yngri flokkum. Um er að ræða þrjú mót þar sem keppt verður í einni grein á hverju móti.

Skráning er hafin á fyrsta mót  mótaraðarinnar sem er verður haldið sunnudaginn 25. febrúar og hefst kl. 13. Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 21. febrúar. Keppt verður í fjórgangi og þrígangi polla (tölt, brokk fet). Eftirfarandi flokkar eru í boði:

Pollaflokkur fyrir polla sem ríða sjálfir (6-9 ára)
Barnaflokkur (10-13 ára)
Unglingaflokkur (14-17 ára)
Ungmennaflokkur (18-21 árs)

Riðið verður hefðbundið fjórgangsprógram (V2) eftir þul í barna-, unglinga- og ungmennaflokki.
Pollaflokkur sýnir þrígangsprógram: tölt, brokk og fet.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og eru skráningagjöld eftirfarandi:
2500 kr. fyrir barna-, unglinga- og ungmennaflokk
1000 kr. fyrir pollaflokk
Skráning er opin til miðnættis miðvikudaginn 21. febrúar! Mikilvægt era ð senda kvittun fyrir greiðslu á netfangið skraning@sprettarar.is !! 

6 efstu knapar eftir forkeppni fara í úrslit en það verða ekki riðin b-úrslit. Vegleg verðlaun í öllum flokkum, allir pollar fá viðurkenningu auk þess sem glæsilegasta parið er valið í pollaflokki. Knapar í barna-, unglinga- og ungmennaflokki safna stigum í gegnum mótaröðina og verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu knapana í hverjum flokki á síðasta mótinu.

Vonumst til að sjá sem flesta í Samskipahöllinni á sunnudaginn með leikgleðina í farteskinu! Allir velkomnir!

-Nefndin