fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mótaröð Fáks

14. janúar 2013 kl. 09:31

Fákur býður upp á mótaröð í Reiðhöllinni í Víðidal í vetur. Á myndinni eru Fáksfélagar í hópreið á á LM2011 á Vindheimamelum.

Mótin eru þrjú talsins, tvígangsmót, þrígangsmót og hraða/þrautamót. Fyrir byrjendur, minna vana og keppnisvana.

Í vetur verður verður boðið upp á þá nýjung hjá Fáki, í samstarfi við styrktaraðila, mótaröð í Reiðhöllinni þar sem allir Fáksfélagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegum mótum. Mótin eru þrjú talsins, tvígangsmót, þrígangsmót og hraða/þrautamót.   
 
Að loknum mótunum verða svo stigahæstu einstaklingarnir verðlaunaðir sem og aðrir sem hafa þótt sýna snilldartakta sem hafa ekki leitt til sigurs eða verðlaunasætis.
 
18. janúnar tvígangsmót (fegurðartölt og brokk) 1. febrúar þrígangsmót (fegurðuartölt, brokk og hægt stökk) 8. mars þrautabraut og skeið (tímataka).

Mótin eru alltaf á föstudagskvöldum og hefjast kl. 19:30, boðið verður upp á eftirfarandi flokka:

*17 ára og yngri, tveir flokkar (minna keppnisvanir og keppnisvanir)

*18 ára og eldri (þeir sem verða 18 á árinu), tveir flokkar (minna keppnisvanir og keppnisvanir).

*Minna keppnisvanir, er ætlað byrjendum í keppni.  
 
Fyrsta mótið verður í boði Kerckhaert skeifna og verður það 18. janúar.
 
Styrktaraðilar mótaraðarinnar eru Kerckhaert skeifur / Ásbjörn Ólafsson ehf, Útfararstofa Svafars og Hermanns / kvedja.is og Kökuhornið.